Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Zombie nafnaleikur

 

Þátttakendur stilla sér upp í hring, einn er hann. Sá sem er hann byrjar að ganga á einhvern í hringnum, sá sem hann stefnir á þarf að segja nafn annars í hópnum til þess að forða sér frá Zombie. Zombie breytir um stefnu og fer í átt til þess sem hinn nefndi, ef viðkomandi nær ekki að segja nafn annars í hópnum áður en Zombie kemur, skipa þeir um hlutverk. Ekki má segja nafn þess sem nefndi mann áður og ekki segja nöfn þeirra sem eru sitthvoru megin við mann.

Markmið:

Hópefli, að koma fram, læra nöfn hópsins.

Athugið:

Mikilvægt er að leyfa hverjum og einum að vera sá Zombie sem hann vill, óþarfi er að allir þurfi að fara í sinn besta leikaraskap, en það er líka velkomið. Þekkist hópurinn ekkert eða lítið er mikilvægt að fara fyrst yfir nöfn allra í hópnum og minna á að það má taka pásur og spyrja hvað viðkomandi heitir sem þeim langar að senda Zombie á, á meðan nöfnin eru að lærast.