Vináttuhöndin
Teikna hönd eftir sinni og skrifa svo inn í hana eiginleika vináttunnar, annaðhvort hvað einkennir viðkomandi sem vin eða hvað leitar þú eftir í vináttunni eða bæði. Hægt að skreyta svo og jafnvel hengja upp á vegg ef rými er til staðar.
Markmið:
Hér reynir á traust, sjálfsmynd, sjálfsvinnu ásamt samskiptum innan hópsins.
Það sem þarf:
Blöð, liti, rými í næði.
Athugið:
Hægt er að vinna verkefnið almennt með stórum hóp og t.d. hengja upp á vegg og notast við einungis : hvaða eiginlega hafa góðir vinir almennt. Einnig er hægt að nýta verkefnið í einstaklingsvinnu eða vinnu með minni hópa og fara í umræður um hvaða góðu og eða slæmu kosti þau hafa sem vinir og hverju þau leitast eftir í fari annara.