Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Tasmanian devil

Allir velja sér dýr  og sýna hljóð og hreyfingu sem tengjast því, má vera hvað sem er og þarf ekki að vera alveg eins og er í raun, jafnvel dýr sem er ekki til. Stjórnandi má einnig úthluta dýrum ef þörf er á. Í upphafi er farið hringinn og allir sína sitt, síðan byrjar einn að vera hann og gerir sitt hljóð/hreyfingu og svo einhvers annars og er þá í raun að senda á hann, sá tekur við gerir sitt hljóð og hreyfing og svo einhvers annars, síðan gengur þetta koll af kolli og sent fram og til baka.  Þegar er komin reynsla á leikinn má fara að láta þá detta úr leik sem klúðra, eða ná ekki að bregðast nægilega skjótt við. Ef leikmenn eru mjög öruggir og lítið af mistökum má stjórnandi setja þá pressu á að það þurfi að gera hraðar, ekki megi skjóta beint til baka á þann sem sendi á þig og ekki senda á þá sem eru við hliðina á viðkomandi.

Markmið:

 Hér er um að ræða leik með mikla áherslu á hópefli og eins að þora að fara út fyrir þæginda rammann ásamt því að hann veitir mikla gleði.

Það sem þarf:

Svæði til að mynda hring ( blöð og penna ef þarf að úthluta)  

Athugið:

 Einnig er hægt að nýta þessa aðferð og klappa í takt og notast við nöfn þeirra sem eru í leiknum og vera þá kominn með einfaldan nafnaleik.  Þessi leikur slær reglulega í gegn og er mikið notaður í hópastarfi sem ísbrjótur eða í lok tímans.