Svínshalinn
Hengd er upp mynd af svíni eða það teiknað á vegg/töflu. Bundið er fyrir augun á þeim sem er hann, honum snúið í hring og fær svínshalda í hendurnar, viðkomandi á svo að reyna að setja halann á réttan stað á svíninu.
Markmið:
Hópefli, ísbrjótur.
Það sem þarf:
Flötur til að teikna svín eða hengja upp, föndraðan svínshalda og teiknibólu / kennaratyggjó, eitthvað til að binda fyrir augun.
Athugið:
Sá sem er blindaður er snúið í hring, en hann þarf að enda á að vísa í átt að þeim vegg / svæði sem svínið er. Hægt er að leyfa hópnum að stýra ef er þörf/vilji fyrir því.