Skjöldurinn
Stjórnandi prentar út skjöld, eða þátttakendur geta teiknað sjálfir. Skjöldurinn er með fjögur hólf og í hvert hólf á að skrifa eitthvað sem við á, hólfin gætu verið t.d: áhugamálið mitt, það sem ég hræðist, það sem mig langar að starfa við, styrkleikar mínir, veikleikar eða hvað annað sem stjórnandi ákveður. Hægt er að nýta skjöldinn almennt fyrir hóp sem og minni hópa þar sem þarf að vinna með afmarkaðri hluti t.d. erfið samskipti, sjálfmynd o.fl. Þegar skjöldurinn er klár segja allir frá, ef þeir vilja ekki segja frá má t.d. hengja þá upp í rýminu, eða bara geyma.
Markmið:
Leikurinn getur verið mjög persónulegur og reynir því á traust hópsins, að koma fram, sjálfmynd, samskipti og hlustun.
Það sem þarf:
Blöð, penna og næði.
Athugið:
Mikilvægt er að þeir sem taka þátt í verkefninu séu tilbúnir að sýna skjöldinn sinn, segja frá honum, dæma ekki og sýna öðrum virðingu og trúnað fyrir því sem fram kemur. Mikilvægt er að allir hlusti á aðra sem að eru að segja frá. Hægt er að hafa verkefnið einfalt t.d. sem ísbrjót og óska eftir t.d. áhugamál/ fjölskylda/uppáhalds matur/ferðalög yfir í flóknari þætti sem þarf að ræða t.d. veikleikar/það sem ég óttast/ slæm minning/vinátta.