Skæri Blað Steinn - Hoppútgáfa
Teiknaður er völlur og þátttakendur raða sér upp við sitthvorn endann ( stjórnandi gæti t.d. valið í lið, eða dregið í lið). Einn úr hvoru liði hoppar af stað og þegar þeir mætast gera þeir „skæri, blað, steinn“, sá sem tapar fer af brautinni og hinn heldur áfram að hoppa, næsti úr hinu liðinu hoppar af stað á móti, svona gengur þetta þar til annað liðið kemst alveg yfir.
Skæri vinna blað
blað vinnur stein
steinn vinnur skæri
Markmið:
Leikurinn krefst hreyfingar, reynir á samskipti og keppnisskap ásamt því að efla liðsandann.
Það sem þarf:
penna/límband eða annað til að búa til völl.
Athugið:
Engin sérstök athugasemd eða útfærsla fyrir leikinn.