Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Samvinnuteikning

Þátttakendur fá einn penna, teygju og spotta ( láta hópinn geta sjálf ef þau geta, annars hafa tilbúið). Þegar penninn er tilbúinn fá þáttakendur upplýsingar um hvað skal teikna (fer eftir getu hópsins) og eiga svo að teikna saman.

Markmið:

Leikurinn reynir á samskipti og samvinnu hópsins, ásamt því að vera fjörefli.

Það sem þarf:

Blöð, penna, gúmmí teygju, bönd.

Athugið:  

Hægt er að láta einn hóp gera í einu, eða fleiri hópa á sama tíma, hægt að allir geri sömu mynd og bera svo saman eða sitthvora myndina. Tilvalið er að taka umræðu um hvað gekk vel ,hvað ekki og þá af hverju.  Einnig er hægt að hafa t.d. fleiri en einn hóp og það á að teikna t.d. hús, hver hópur fær svo bara ákveðinn tíma þannig hópur 1 hleypur að blaðinu og nær kannski að teikna þak og svo tekur næsti hópur við og svo koll af kolli þar til teikningin er klár.