Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Óslitin braut

Allir þátttakendur fá rör bút eða annað sambærilegt, síðan er borðtenniskúla sett á endann og eintaklingarnir þurfa að láta hann ganga út á enda á ákveðnu svæði. Sá sem fékk kúluna fyrstur þar að fara út á enda til að brautin slitni ekki.  Ef kúlan dettur þarf að byrja upp á nýtt.

Markmið:

Leikurinn reynir á þolinmæði,  samskipti, samvinnu og skipulag hópsins.

Það sem þarf:

 rör, borðtennisbolti.

Athugið:

Leikurinn gefur gott tækifæri fyrir stjórnanda til að fylgjast með samskiptum og samvinnu hópsins, hér er mikilvægt að hafa í huga að má gera mistök og boltinn ætti í raun ekki að komast leiðar sinnar í fyrstu tilraun, ef þetta er of auðvelt má t.d. láta alla beygja sig niður, standa á einum fæti eða annað sem ykkur dettur í hug.