Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Morðingi (leikur)

Þátttakendur mynda hring og loka augum, stjórnandi gengur hringinn og velur einn sem „er hann“, sá er morðinginn. Allir byrja að ganga um rýmið og eiga að horfa hvert á annað, morðinginn reynir að ná augnsambandi og blikka aðra, ef einstaklingur er blikkaður þá deyr hann og leggst í gólfið, ef einhver sér morðingjann blikka má hann rétta upp hönd og giska hver það er, ef hann hefur rétt fyrir sér er leik lokið ef hann hefur rangt fyrir sér, deyr hann líka. Leikurinn gengur áfram þar til morðinginn hefur náð að blikka alla eða komist hefur upp um hann.

Markmið:

Leikurinn er fínn ísbrjótur sem og hópeflisleikur.

Það sem þarf:

Rými til að mynda hring og svæði til að ganga aðeins um.

Athugið:  

Hægt er að láta þátttakendur þurfa að sína mikil tilbrigði þegar það deyr til að bæta inn í leikrænni tjáningu og að þurfa að koma fram og með því hægt að reyna á ýmsa þætti sjálfsmyndarinnar og fá einstaklinga út úr þægindasvæðinu.