Handa- og fótabraut
Prentaðar myndir af höndum og fótum sem mynda braut sem farið er yfir. Hafa bæði hægri og vinstri, myndirnar segja til hvaða partur megi snerta blöðin.
Markmið:
Einbeiting, samvinna, að koma fram og hafa gaman.
Það sem þarf:
Pláss til að gera braut, blöð/ penna eða tölvu/prentara.
Athugið:
Hafa í huga að prenta bæði hægri og vinstri fætur og hendur, en villa var hvað það varðar í myndbandinu. Tilvalið er að láta hópinn teikna eftir sér og hanna þannig brautina sjálfir, jafnvel hægt að bæta við andliti eða öðrum líkamspörtum, fer allt eftir hópnum sem unnið er með. Hægt er að taka tímann á einstaklingum, sem og skipta í lið, gefa mínusstig sem og plússtig fyrir frammistöðu, en megin markmið er þó aldrei keppnin sjálf. leikurinn gæti verið nýttur til að ræða líkamsparta, eins fara yfir hægri og vinstri.