Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Flytja vatnið

Teygja er sett utan um flösku og í hana bundnir eins margir spottar og hópurinn segir til um, kannski þarf að hafa færri eða fleiri. Vatn er sett í ílát við byrjunarreit og tómt ílát við hinn endann, hópurinn þarf svo að flytja vatnið á milli.  Teygja er sett utan um flösku og í hana bundnir eins margir spottar og hópurinn segir til um, kannski þarf að hafa færri eða fleiri. Vatn er sett í ílát við byrjunarreit og tómt ílát við hinn endann, hópurinn þarf svo að flytja vatnið á milli. 

Markmið:

Leikurinn krefst mikilla samskipta sem og samvinnu, og er það markmið leiksins, að hópurinn finni út lausn saman hvernig sé best að framkvæma verkefnið. Eins og allir leikir er einnig áhersla á hópefli og gleði.

Það sem þarf:

2 stórar skálar eða sambærilegt, teygjur, bandspottar.

Athugið:

Ef hópnum gengur illa eða samskipti eru erfið er tilvalið fyrir stjórnanda að grípa örlítið inni ( taka pásu) og gefa þeim vísbendingu um að það þurfi að koma betri skipulagi á samskiptin, jafnvel leyfa bara ákveðnum aðilum að tala eða annað sem gæti gert leikinn bæði erfiðari eða auðveldari, fer eftir hvað hópurinn þarf á að halda.