Funfy

ForsíðaLeikirGreinarUm okkur

Diskateikning

Þátttakendur fá penna og pappadisk, diskurinn er settur á höfuðið og svo koma fyrirmæli frá stjórnanda hvað skal teikna ( má vera hvað sem er ) síðan er talið uppá c.a 20 og þá eiga allir að sýna teikningarnar.

Markmið:

Leikurinn reynir á einbeitingu, fínhreyfingar, hugmyndaflug og er mjög góður sem fjörefli og ísbrjótur.

Það sem þarf:

Penna, pappadiska.

Athugið:

Hópurinn/eintaklingar mega líka teikna eitthvað sem þeim dettur í hug og aðrir eiga að giska hvað það hefði átt að vera. Góður og einfaldur leikur sem auðvelt er að framkvæma og grípa í.