Sokkabuxnabolti- þraut
Þátttakendur fá sokkabuxur á höfuðið og í þær er settur tennisbolti, eða epli eða annað álíka. Glösum er raðað upp í braut og síðan á að slá þau niður með því að nota einungis sokkabuxurnar og sveifla höfðinu.
Markmið:
Einbeiting, hópefli, skipulag, þolinmæði.
Það sem þarf:
sokkabuxur, bolta eða annað sambærilegt, plastglös eða annað sem hægt er að koma um koll.
Athugið:
Hér er hægt að skipta í lið og setja tíma, eða að allir í liðinu þurfa t.d. að slá eitt glas/hlut niður. Útfæra leikinn á þann hátt sem að hentar hópnum.